Iðjað á akri sögunnar
Um allt sem á þessum vef birtist gildir fyrirvarinn gamli í formála Hungurvöku (um 1200): „Þat mun af mínum völdum ok vanrækt, ef þat er nokkut í þessu máli, sem rángt reynist, þat er ritað er.“
Úr Snorra-Eddu: Heimdallur með Gjallarhornið. Teikning eftir Jakob Sigurðsson (1727-1779). Nks 1867 4to.
Nýjasta efni
Greinar
Glefsur úr tveimur sendibréfum ungs manns frá 1912 og 1914, mjög einlægum, tilfinningaríkum og fallegum. Bréfritari er 16 ára þegar fyrra bréfið er skrifað, jafngamall viðtakanda sem var æskuvinur hans. Ég hef ekki samræmt stafsetningu eða rithátt til nútímahorfs, enda er meiri sjarmi yfir orðunum eins og þau voru sett á blað.
Á síðustu árum hefur verið dregin upp víkingamynd af Íslendingum til forna sem á ekki við nein rök að styðjast. Samt er hún að verða ríkjandi hér á landi. Þessi mynd er hvorki í samræmi við rétta merkingu orðsins víkingur í málinu, sögulegar hefðir eða hlut víkinga í Íslandssögunni. Hvernig gerðist þetta og hvers vegna?
Steinn Steinarr sótti um skáldastyrk eftir að fyrsta ljóðabók hans Rauður loginn brann kom út í desember 1934. En menntamálaráð, sem þá sá um úthlutun styrkja til skálda og listamanna, synjaði honum um styrkinn. Hér er fjallað um ástæður þess.
Léttara hjal
Lára Ólafsdóttir (1867-1932), jafnan kennd við Sápubúðina á Akureyri snemma á öldinni sem leið, er þekktust fyrir að vera konan sem Bréf til Láru, tímamótabók Þórbergs Þórðarsonar frá 1924, var stíluð til. Því miður er fátt vitað um viðbrögð Láru, en hér er vitnað í áður óþekkt sendibréf frá henni þar sem í ljós kemur að hún var bókelsk kona og vel að sér á ýmsum sviðum.
Hver var hann kandidatinn prúðbúni sem heillaði svo skólapilta og stúdenta í Reykjavík undir lok 19. aldar að þeir snerust unnvörpum frá guðstrú? Frá honum segir Þórbergur Þórðarson í greininni „Einum kennt, öðrum bent“ og í ævisögu séra Árna Þórarinssonar.
Hér er skemmtileg úttekt á kaffihúsunum í Reykjavík fyrir rúmum hundrað árum. Birtist í Morgunblaðinu 23. september 1921. Greinin er ómerkt en ekki er ósennilegt að Þorsteinn Gíslason ritstjóri blaðsins haldi á pennanum, þótt það verði ekki fullyrt.