Iðjað á akri sögunnar
Um allt sem á þessum vef birtist gildir fyrirvarinn gamli í formála Hungurvöku (um 1200): „Þat mun af mínum völdum ok vanrækt, ef þat er nokkut í þessu máli, sem rángt reynist, þat er ritað er.“
Úr Snorra-Eddu: Heimdallur með Gjallarhornið. Teikning eftir Jakob Sigurðsson (1727-1779). Nks 1867 4to.
Nýjasta efni
Greinar
Þvingunarbúnað frá geðsjúkrahúsinu á Kleppi er að finnan innan um rykfallin þingskjöl í skjalasafni Alþingis. Þetta er óvænt enda hefur verið talið að öllum slíkum búnaði, sem notaður var á fjórða áratug síðustu aldar og fyrr til að halda erfiðum sjúklingum í skefjum, hafi verð fargað fyrir mörgum áratugum. Hér er varpað ljósi á þetta mál í heild og m.a. byggt á gögnum sem ekki hafa áður verið notuð.
Á síðustu árum hefur verið dregin upp víkingamynd af Íslendingum til forna sem á ekki við nein rök að styðjast. Samt er hún að verða ríkjandi hér á landi. Þessi mynd er hvorki í samræmi við rétta merkingu orðsins víkingur í málinu, sögulegar hefðir eða hlut víkinga í Íslandssögunni. Hvernig gerðist þetta og hvers vegna?
Steinn Steinarr sótti um skáldastyrk eftir að fyrsta ljóðabók hans Rauður loginn brann kom út í desember 1934. En menntamálaráð, sem þá sá um úthlutun styrkja til skálda og listamanna, synjaði honum um styrkinn. Hér er fjallað um ástæður þess.
Léttara hjal
Ritsíminn sem tekinn var í notkun 1906 hefur lengi verið talinn eitt mikilvægasta verk Hannesar Hafstein á ráðherrastól í byrjun síðustu aldar. Þótt mörgum þyki það líklega kynlegt nú á dögum var mikil andstaða við þessa framkvæmd og mátti litlu muna að ráðherrann tapaði orrustunni við andstæðinga sína sem trúðu því að loftskeyti væru betri og ódýrari kostur.
Þjóðsagan um Gilitrutt birtist fyrst á prenti í þjóðsagnasafninu Íslenzk ævintýri árið 1852. Er „gömul kona úr Rangárþingi“ borin fyrir henni. Sagan á sér samsvörun í ævintýrinu um Rumpelstiltskin í safni hinna þýsku Grimmsbræðra sem kom út nokkru fyrr á 19. öld. Hér er sagt frá þeirri túlkun að kannski hafi Gilitrutt ekki verið tröllskessa. Getur það verið?
Skúli Thoroddsen var einn helsti stjórnmálaforingi á Íslandi í lok 19. aldar og á fyrsta áratug hinnar 20. og jafnan í forystu fyrir þeim sem lengst vildu ganga í stjórnfrelssbaráttunni auk þess sem tók upp á arma sína margvísleg framfaramál. Í hugum samherja var Skúli á sinn hátt arftaki Jóns Sigurðssonar forseta.