
Skólarnir kveðja Halldór Laxness
Bækur Halldórs Laxness virðast vera of erfiðar fyrir unglinga nútímans. Þeir skilja ekki mál hans. Þess vegna eru framhaldsskólar upp til hópa hættir að láta lesa bækur hans. Leitt í augum eldri kynslóða sem dá ritsnilld hans. En enginn heimsendir ef önnur góð bókmenntaverk koma í staðinn.