Léttara hjal
„Kom eins og stormvindur inn á skrifstofuna”
Ritsíminn sem tekinn var í notkun 1906 hefur lengi verið talinn eitt mikilvægasta verk Hannesar Hafstein á ráðherrastól í byrjun síðustu aldar. Þótt mörgum þyki það líklega kynlegt nú á dögum var mikil andstaða við þessa framkvæmd og mátti litlu muna að ráðherrann tapaði orrustunni við andstæðinga sína sem trúðu því að loftskeyti væru betri og ódýrari kostur.