Léttara hjal
Var skessan Gilitrutt karl? Gat nú verið!
Þjóðsagan um Gilitrutt birtist fyrst á prenti í þjóðsagnasafninu Íslenzk ævintýri árið 1852. Er „gömul kona úr Rangárþingi“ borin fyrir henni. Sagan á sér samsvörun í ævintýrinu um Rumpelstiltskin í safni hinna þýsku Grimmsbræðra sem kom út nokkru fyrr á 19. öld. Hér er sagt frá þeirri túlkun að kannski hafi Gilitrutt ekki verið tröllskessa. Getur það verið?