Léttara hjal
Bréf frá Láru
Lára Ólafsdóttir (1867-1932), jafnan kennd við Sápubúðina á Akureyri snemma á öldinni sem leið, er þekktust fyrir að vera konan sem Bréf til Láru, tímamótabók Þórbergs Þórðarsonar frá 1924, var stíluð til. Því miður er fátt vitað um viðbrögð Láru, en hér er vitnað í áður óþekkt sendibréf frá henni þar sem í ljós kemur að hún var bókelsk kona og vel að sér á ýmsum sviðum.