Greinar
Ráðgáta um gamalt málverk
Hér er að finna vangaveltur um tvö gömul olíumálverk í Þjóðminjasafninu. Annað þeirra er af Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi (1704-1789) . Af hverjum hitt verkið er vitum við ekki með vissu. Að öllum líkindum er það af einhverjum virðulegum herramanni af hinni valdamiklu ætt Finsena eða Finnunga. Gerð er grein fyrir þeirri ætt í lok greinarinnar.
Þeir gömlu kunnu sitt fag
Gömlu atvinnuljósmyndararnir okkar kunnu sannarlega sitt fag. Hér er sýnt hvernig fræg ljósmynd af fyrstu stjórn Eimskipafélagsins frá 1914 er undir áhrifum frá málverki eftir Rembrandt frá 1662.
Hátíðleg stund í Hlíðardal í Kringlumýri
Bók mín um Magnús Gústafsson, fyrrverandi forstjóra Coldwater Seafood, er nú komin í bókabúðir. Af því tilefni birti ég hér inngangsorð bókarinnar. Endurminningar Magnúsar skráði ég í fyrra að ósk nokkurra vina hans.
„Þetta var annarlegt augnaráð”
Þegar ég skrifaði ævisögu séra Friðriks Friðrikssonar var mér ekki kunnugt um að danski rithöfundurinn og listsögufræðingurinn Poul Vad (1927-2003) víkur að honum í ferðabók sinni Nord for Vatnajøkel sem út kom 1994. Paul Vad hafði á unglingsaldri hitt séra Friðrik í heimabæ sínum, Silkiborg, og varð hann honum minnisstæður. Friðrik dvaldist í Danmörku á stríðsárunum, frá 1939 til 1945.
„Frá honum er engi saga gerð.”
Fyrir nokkrum árum voru dagbækur Björns Þórðarsonar, forsætisráðherra utanþingsstjórnarinnar 1942 til 1944, afhentar Borgarskjalasafni ásamt fjölda annarra skjala úr fórum Björns. Dagbækurnar varpa ljósi á baksvið íslenskra stjórnmála í aðdraganda lýðveldisstofnunar. Þær eru einnig góð heimild um persónu Björns, vinnubrögð hans og viðhorf. Þá draga dagbækurnar upp forvitnilegar myndir af samráðherrum hans, Birni Ólafssyni, Einari Arnórssyni og Vilhjálmi Þór, og ríkisstjóranum og síðar forsetanum, Sveini Björnssyni.
Hinir gleymdu dýrgripir Íslendinga
Meira en aldarfjórðungur er liðinn frá því að ég hreyfði forngripamálinu svonefnda í grein í Lesbók Morgunblaðsins. Það hafði þá ekki verið rætt í áratugi. Eftir þetta komst málið nokkrum sinnum á dagskrá, m.a. á Alþingi, og var hluti íslenskra forngripa í Þjóðminjasafni Dana lánaður hingað á tímabundnar sýningar. Að öðru leyti situr allt við það sama að ég best veit.
Af örlögum gullmedalíu og silkisokka
Erfðamál hafa löngum verið uppspretta deilna og rígs innan fjölskyldna, einkum hinna efnameiri, enda oft mikið í húfi. Mætti líklega skrifa Íslandssögu fyrri alda að drjúgum hluta út frá því efni einu. Í bréfasafni Bjarna Thorarensen (1786-1841), skálds og amtmanns, er vikið að afar sérstakri og dapurlegri erfðadeilu innan fjölskyldu sem var ríkust og voldugust á Íslandi á 18. og 19. öld.
Tveir gamlir og útslitnir draugar
Málverkasýningin fræga sem Jónas Jónsson frá Hriflu stóð fyrir vorið 1942 til háðungar íslenskri nútímalist snerist í höndum hans. Í sögulegu endurliti er sýningin minnisvarði um fordóma og grafalvarlega misbeitingu opinbers valds. Í grein sem ég birti fyrir nokkrum árum er sagt frá tildrögum sýningarinnar, viðbrögðum listamanna og afleiðingum sem sýningin hafði fyrir stjórnmálaferil forsprakkans geðríka.
Hverjir eru „merkir Íslendingar“?
Haustið 1975 hleypti Póst- og símamálastjórnin af stokkunum nýrri frímerkjaröð undir heitinu „Merkir Íslendingar.“ Voru gefin út 28 frímerki fram til 1998, þegar útgáfunni lauk. Á þessum frímerkjum voru einkum skáld og listamenn, lærdómsmenn og menningarfrömuðir, alþingismenn úr sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og kvenréttindaskörungar.
Riddari Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson er stundum nefndur sem dæmi um mann af alþýðuættum sem reis til áhrifa án þess að vera í skjóli eða á vegum höfðingja og gamalgróinna ættarvelda. En það vill gleymast að sjálfur var Jón ekki þeirrar skoðunar að hann væri einungis af „réttum og sléttum“ ættum presta og bjargálna bænda eins og kirkjubækur og önnur ættfræðigögn segja.
Af falsritum
Falsrit eru jafngömul ritlistinni. Þau þekkjast á öllum öldum sögunnar. Sum hafa verið hugsuð sem saklaust stundargaman. Öðrum hefur verið ætlað að blekkja í þágu einhverra hagsmuna eða hugmynda. Við Íslendingar eigum okkar falsrit eins og aðrar þjóðir.
Sæl væri eg ef sjá mætti …
Gagnstætt því sem stundum er sagt er skynbragð á fegurð náttúrunnar ekki uppgötvun 19. aldar manna. Fornbókmenntir okkar eru að sönnu ekki margorðar um fagurt landslag, en af því verður ekki ályktað að fornmenn hafi ekki dáðst að því sama í náttúrunni og við nútímafólk.
Keisarar Noregs
Margt í málfari og efniviði íslenskra fornrita má skýra með kynnum höfundanna af klassískum latínuritum. Eru konungasögurnar kannski ritaðar undir áhrifum rómverskra sagnarita?
„Mikil andlegheit voru í loftinu“
Skáldabekkurinn svonefndi í Menntaskólanum í Reykjavík á öðrum áratug síðustu aldar hefur orðið frægur í sögunni vegna ljóðs Tómasar Guðmundssonar um „sextán skáld í fjórða bekk“. Er skáldabekkurinn þjóðsaga eða er sannleikskorn í ljóði Tómasar?
Þann mann vissi ég bestan í heimi
Íslendingar höfðu snemma spurnir af Karlamagnúsi keisara og afrekum hans. Um hann segir í Oddaverjaannál: „Karlamagnús var einn mektugur keisari, sigursæll, guðhræddur, góðfús, vel siðaður. Hann kristnaði mörg lönd og háði stórar orrustur við heiðna kónga, hann er kallaður einn nytsamasti keisari kristindómsins.“
Íslensku frímerkin höfðu sérstöðu
Þegar frímerki gegndu stærra hlutverki í póstþjónustu en nú, voru þau stundum notuð til að afla fjár til góðra verka. Tvívegis voru gefin út sérhönnuð frímerki til fjáröflunar fyrir flóttafólk í útlöndum, 1960 og 1971. Í bæði skiptin var um að ræða þátttöku í átaki margra ríkja sem öll gáfu út eigin frímerki í sama skyni.
Munnleg heimild sker úr um
Ritaðar heimildir eru ær og kýr sagnfræðinnar. En ekki svara þær öllum spurningum. Án munnlegra heimilda er oft æði erfitt að fá botn í mál eða átta sig á samhengi hlutanna. Hér er smá saga úr gömlu frímerkjastússi mínu um það hvernig munnleg heimild varpaði ljósi á mál sem ég var að velta fyrir mér og fann ekki skýringu á.
Seildist í vasa Ólafs Thors
Um miðjan september 1963, fyrir nærri sextíu árum, kom hingað Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna. Svo háttsettur maður þar í landi hafði þá ekki áður sótt Ísland heim. Ekki er fast að orði kveðið þegar sagt er að þessi heimsókn hafi verið með nokkuð öðrum brag en nú tíðkast.
Söguleg frímerki
Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 1911 voru gefin út frímerki með mynd af honum sem gerð var eftir lágmynd sem Einar Jónsson myndhöggvari hafði búið til. Þessi frímerki mega teljast hafa mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi og frímerkjasögu án þess að menn hafi veitt því athygli.